Valdið er þitt Natan Kolbeinsson skrifar 16. júní 2016 12:41 Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar