Fótbolti

Ungverjunum að kenna að íslenska stuðningsfólkið fékk ekki að fara inn á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska stuðningsfólkið fyrir utan völlinn.
Íslenska stuðningsfólkið fyrir utan völlinn. Vísir/E. Stefán
Íslenska stuðningsfólkið þurfti að bíða lengi fyrir utan völlinn í Marseille og nú er komið í ljós af hverju það var.

Ólæti ungversku stuðningsmannanna fyrir leikinn kallaði á aðgerðir öryggisverða inn á vellinum og Frakkarnir vildu ekki taka áhættuna á því að íslenska stuðningsfólkið lenti í návígi við ungversku ólætabelgina.

„Það voru komnir hundrað Ungverjar í hólfið vinstra megin frá okkur séð. Þeir létu ófriðlega og ruddust þar inn. Það tók tíma að safna saman gæslumönnum til að koma þeim út þaðan," sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins.

Sjá einnig:Ungverjar til vandræða á Vélodrome: Stukku yfir girðingu og kveiktu í sprengju

„Af öryggisástæðum var ákveðið að hleypa Íslendingunum ekki inn í hólfið þannig að það yrði ekki árekstur," sagði Ómar.

„Nú er þetta komið aftur af stað en það er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort að það verði einhverjir Íslendingar fyrir utan völlinn þegar leikurinn byrjar," sagði Ómar.

Íslendingunum í stúkunni er farið að fjölga með hverri mínútu sem nær dregur leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×