Sport

Boðsundssveitin í 6. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eygló Ósk og Hrafnhildur syntu fyrstu 200 metrana.
Eygló Ósk og Hrafnhildur syntu fyrstu 200 metrana. vísir/getty
Íslenska boðsundsveitin hafnaði í 6. sæti í 4x100 metra fjórsundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú fyrir skömmu.

Íslenska sveitin synti á 4:05,06 mínútum, 6,49 sekúndum á eftir bresku sveitinni sem varð hlutskörpust.

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti fyrstu 100 metrana á 1:01,04 og Hrafnhildur Lúthersdóttir tók svo við og synti 100 metra bringusund á 1:06,21.

Ísland var í 3. sæti eftir fyrstu 200 metrana. Bryndís Rún Hansen synti næstu 100 metrana á 1:00,09 og íslenska sveitin var í 4. sæti fyrir síðustu 100 metrana.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir synti síðust íslensku stelpnanna á 57,62. Ísland hafnaði að lokum í 6. sæti.

Allir íslensku keppendurnir hafa nú lokið leik á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×