Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2024 15:07 Rakel Dögg Bragadóttir stýrði Fram til sigurs á moti uppeldisfélaginu sínu í dag. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira