Verður hlegið eða hlustað? – Orðspor og ímynd Íslands Hjörtur Smárason skrifar 23. maí 2016 07:00 Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ímynd Íslands er ekki bara einhver einfaldur hlutur fyrir ferðamenn, heldur margþætt og flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á mun fleiri sviðum sem ekki eru mæld með því að spyrja ferðamenn í Austurstrætinu. Það sem blasir við er að Ísland er sett upp í fjölmiðlum erlendis sem mjög spillt land, bananalýðveldi sem stjórnað er af spilltu og óheiðarlegu fólki. Danskur sjónvarpsfréttamaður hringdi í mig fyrir stuttu og spurði mig hreint út af hverju Ísland væri svona miklu spilltara en önnur Evrópulönd. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur viðbrögð á bak við tjöldin. Undrunina og fyrirlitninguna hjá fjölmiðlafólkinu sem er þó ýmsu vant, þegar ég útskýri hvað sé að gerast á Íslandi. „Þú ert að grínast!“ – „En ég hélt þið væruð eitt af Norðurlöndunum.“ Þessir atburðir hafa bein áhrif á ímynd Íslands sem viðskiptalands. Í helgarblaði Børsen í Danmörku var umfjöllun um vöxt WOW air sem nú ógnaði SAS og Norwegian. Einn af þekktustu frumkvöðlum Danmerkur póstaði greininni og sagði þetta lykta eins og bólu – og í öllum kommentunum sem fylgdu á eftir var gert grín að Íslendingum og viðskiptasiðferði þeirra. Hverju einu og einasta. Núverandi atburðir staðfesta þá tilfinningu fólks eftir hrunið að á Íslandi sé allt vaðandi í spillingu. Þetta hefur líka pólitískar afleiðingar. Ísland er agnarsmátt land í alþjóðasamfélaginu sem hefur byggt upp pólitískan mátt langt umfram stærð sína eða herstyrk. Þessi pólitíski máttur byggir á orðspori þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Það er umhugsunarefni að eftir efnahagskreppuna 2008 hafa Norðurlöndin vakið talsverða athygli fyrir hversu vel þau hafa komist í gegnum hana og það verið skoðað hvað valdi í menningu og stjórnarfari þessara landa. Ísland var eitt Norðurlandanna fram að hruni en síðan þá er Íslandi oft sleppt í slíkum umfjöllunum. Ég held að það sé hollt að spyrja sig af hverju það er – og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur. Hver er máttur íslenskra stjórnmálamanna á erlendum vettvangi ef þeir eru settir í hóp með spilltum einræðisherrum í stað leiðtoga Norðurlandanna? Hvers virði eru orð okkar, óskir og kröfur þá? Verður hlegið en ekki hlustað?Aðgerða er þörf 600 Íslendingar eru nafngreindir í Panamaskjölunum, hlutfallslega margfalt fleiri en í nokkru öðru landi. Aðeins er að finna 500 Indverja og eru þeir samt 3.600 sinnum fleiri. Hér er hegðunarmynstur sem hringir háværum viðvörunarbjöllum hjá hverjum þeim sem býðst að gera viðskipti við Íslendinga. Slíkt er ekki lagað með greinarskrifum og loforðum. Það þarf aðgerðir. Afsögn forsætisráðherra var stórt skref í þá átt en máttur þeirrar stóru fórnar fyrir ríkisstjórnina er að engu gerður þegar stjórnmálamenn halda áfram að verja gerðir hans. Ísland er orðið lélegur brandari um allan heim. Blaðamenn hlæja. Áhrifafólk í viðskiptum hlær. Leigubílstjórar hlæja. Fólkið úti í sjoppu hlær. Það verður ekki auðvelt að endurheimta traust á íslenskum viðskiptamönnum og íslenskum stjórnmálamönnum. Það verður eingöngu gert með því að taka skýra afstöðu gegn spillingu og kjósa breytingar. Kjósa sterka rödd á Bessastaði sem heyrist langt út fyrir landsteinana en ekki gömul andlit hrunsins og spillingarinnar. Láta stjórnmálamenn á Alþingi mæta afleiðingum gjörða sinna og síðast en ekki síst, setja nýja stjórnarskrá í lög. Það þarf að stöðva meðvirknina hjá þessari þjóð þannig að við getum eftir fjögur ár horft stolt framan í heiminn og sagt frá því hvernig við skárum upp herör gegn spillingunni. Þannig að fólk muni hlusta af virðingu og áhuga þegar við segjumst koma frá Íslandi. Þannig að Ísland verði gæðamerki. Ef við þorum ekki að rugga bátnum og breytum engu verður bara áfram hlegið. Við verðum brandarinn Ísland og getum alfarið sjálfum okkur um kennt. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ímynd Íslands er ekki bara einhver einfaldur hlutur fyrir ferðamenn, heldur margþætt og flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á mun fleiri sviðum sem ekki eru mæld með því að spyrja ferðamenn í Austurstrætinu. Það sem blasir við er að Ísland er sett upp í fjölmiðlum erlendis sem mjög spillt land, bananalýðveldi sem stjórnað er af spilltu og óheiðarlegu fólki. Danskur sjónvarpsfréttamaður hringdi í mig fyrir stuttu og spurði mig hreint út af hverju Ísland væri svona miklu spilltara en önnur Evrópulönd. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur viðbrögð á bak við tjöldin. Undrunina og fyrirlitninguna hjá fjölmiðlafólkinu sem er þó ýmsu vant, þegar ég útskýri hvað sé að gerast á Íslandi. „Þú ert að grínast!“ – „En ég hélt þið væruð eitt af Norðurlöndunum.“ Þessir atburðir hafa bein áhrif á ímynd Íslands sem viðskiptalands. Í helgarblaði Børsen í Danmörku var umfjöllun um vöxt WOW air sem nú ógnaði SAS og Norwegian. Einn af þekktustu frumkvöðlum Danmerkur póstaði greininni og sagði þetta lykta eins og bólu – og í öllum kommentunum sem fylgdu á eftir var gert grín að Íslendingum og viðskiptasiðferði þeirra. Hverju einu og einasta. Núverandi atburðir staðfesta þá tilfinningu fólks eftir hrunið að á Íslandi sé allt vaðandi í spillingu. Þetta hefur líka pólitískar afleiðingar. Ísland er agnarsmátt land í alþjóðasamfélaginu sem hefur byggt upp pólitískan mátt langt umfram stærð sína eða herstyrk. Þessi pólitíski máttur byggir á orðspori þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Það er umhugsunarefni að eftir efnahagskreppuna 2008 hafa Norðurlöndin vakið talsverða athygli fyrir hversu vel þau hafa komist í gegnum hana og það verið skoðað hvað valdi í menningu og stjórnarfari þessara landa. Ísland var eitt Norðurlandanna fram að hruni en síðan þá er Íslandi oft sleppt í slíkum umfjöllunum. Ég held að það sé hollt að spyrja sig af hverju það er – og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur. Hver er máttur íslenskra stjórnmálamanna á erlendum vettvangi ef þeir eru settir í hóp með spilltum einræðisherrum í stað leiðtoga Norðurlandanna? Hvers virði eru orð okkar, óskir og kröfur þá? Verður hlegið en ekki hlustað?Aðgerða er þörf 600 Íslendingar eru nafngreindir í Panamaskjölunum, hlutfallslega margfalt fleiri en í nokkru öðru landi. Aðeins er að finna 500 Indverja og eru þeir samt 3.600 sinnum fleiri. Hér er hegðunarmynstur sem hringir háværum viðvörunarbjöllum hjá hverjum þeim sem býðst að gera viðskipti við Íslendinga. Slíkt er ekki lagað með greinarskrifum og loforðum. Það þarf aðgerðir. Afsögn forsætisráðherra var stórt skref í þá átt en máttur þeirrar stóru fórnar fyrir ríkisstjórnina er að engu gerður þegar stjórnmálamenn halda áfram að verja gerðir hans. Ísland er orðið lélegur brandari um allan heim. Blaðamenn hlæja. Áhrifafólk í viðskiptum hlær. Leigubílstjórar hlæja. Fólkið úti í sjoppu hlær. Það verður ekki auðvelt að endurheimta traust á íslenskum viðskiptamönnum og íslenskum stjórnmálamönnum. Það verður eingöngu gert með því að taka skýra afstöðu gegn spillingu og kjósa breytingar. Kjósa sterka rödd á Bessastaði sem heyrist langt út fyrir landsteinana en ekki gömul andlit hrunsins og spillingarinnar. Láta stjórnmálamenn á Alþingi mæta afleiðingum gjörða sinna og síðast en ekki síst, setja nýja stjórnarskrá í lög. Það þarf að stöðva meðvirknina hjá þessari þjóð þannig að við getum eftir fjögur ár horft stolt framan í heiminn og sagt frá því hvernig við skárum upp herör gegn spillingunni. Þannig að fólk muni hlusta af virðingu og áhuga þegar við segjumst koma frá Íslandi. Þannig að Ísland verði gæðamerki. Ef við þorum ekki að rugga bátnum og breytum engu verður bara áfram hlegið. Við verðum brandarinn Ísland og getum alfarið sjálfum okkur um kennt. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun