LÍN Námsmaður í Englandi - Ein af þessum heppnu Rakel Mjöll Leifsdóttir skrifar 2. maí 2016 15:23 Fyrir fjórum árum síðan var ég stödd í Berlín að bíða eftir svari um hvort ég hefði komist inn í þá listaháskóla víðs vegar um heiminn sem ég hafði sótt um í. Ég var um ár að undirbúa möppuna mína, afla mér þekkingar og reyna að þróa stíl í myndlist sem passaði við mínar hugsanir. Ég fagnaði ákaft þegar ég heyrði að ég hafði komist inn í alla þá skóla sem ég hafði sótt um í og ég valdi Listaháskólann í Brighton, og þá myndlistarbraut sem lagði sérstaklega áherslu á sjónlistir og hljóðlist. Nám sem ekki er hægt að læra á Íslandi. Nokkur hundruð manns sóttu um komast inn í bekkinn og 10 voru valin. Mamma og pabbi voru stolt.Námið var þriggja ára BA gráða. Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári. Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári. Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum. Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september. Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi. Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi. Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi. Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis. Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%. Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10% Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman. Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum. Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli. Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið. Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn. Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning. Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag. Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum síðan var ég stödd í Berlín að bíða eftir svari um hvort ég hefði komist inn í þá listaháskóla víðs vegar um heiminn sem ég hafði sótt um í. Ég var um ár að undirbúa möppuna mína, afla mér þekkingar og reyna að þróa stíl í myndlist sem passaði við mínar hugsanir. Ég fagnaði ákaft þegar ég heyrði að ég hafði komist inn í alla þá skóla sem ég hafði sótt um í og ég valdi Listaháskólann í Brighton, og þá myndlistarbraut sem lagði sérstaklega áherslu á sjónlistir og hljóðlist. Nám sem ekki er hægt að læra á Íslandi. Nokkur hundruð manns sóttu um komast inn í bekkinn og 10 voru valin. Mamma og pabbi voru stolt.Námið var þriggja ára BA gráða. Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári. Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári. Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum. Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september. Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi. Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi. Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi. Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis. Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%. Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10% Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman. Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum. Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli. Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið. Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn. Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning. Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag. Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun