Hvert stefnir? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun