Grunnlífeyrir skertur á ný vegna lífeyrissjóða! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyrisþegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygginga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyrisþegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygginga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar