Hin nýja stétt Bolli Héðinsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim og fengið að njóta náttúru þess og samvista við innfædda í borg og bæjum. Fiskigengd við landið er gríðarleg og óvíða um veröldina landað jafn miklum fiski og þar. Orkufyrirtækin og stóriðjuverin borga ekki sérstaklega fyrir hagnýtingu fallvatna og jarðhita til raforkuframleiðslunnar og talið nægja að þau borgi skatta og skyldur eins og hver önnur fyrirtæki. Þjóðin fær ekki greitt fyrir hverja framleidda gígawattstund jafnvel þó því sé haldið fram á hátíðarstundum að hún eigi fallvötnin og hverina sem raforkan er framleidd úr. Þjóðinni sem þar býr er sagt að henni eigi að nægja að fá að byggja virkjanirnar og vinna í stóriðjuverum þegar þau eru síðan tekin í notkun.Afraksturinn til þjóðarinnar Ferðaþjónustan í landinu nýtur sérstaks skattaafsláttar í virðisaukaskatti og greiðir engin gjöld fyrir ferðamennina sem hún flytur til landsins til að láta skoða náttúru þess. Samt er landið farið að láta verulega á sjá vegna ágangs þessara ferðamanna sem fá að skoða landið án nokkurrar gjaldtöku. Einnig er þjóðinni sagt að hún eigi að vera þakklát fyrir að fá skiprúm við að veiða fiskinn í hafinu og verka hann þegar honum hefur verið landað. Sjávarútvegsfyrirtækin fá að veiða fiskinn gegn málamyndagjaldi þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að þjóðin eigi þennan fisk. Hagnaðurinn er síðan fluttur úr landi til fjarlægra eyja enda nota sjávarútvegsfyrirtækin annan gjaldmiðil en þjóðin, gjaldmiðil sem er gjaldgengur um allan heim öfugt við þann gjaldmiðil sem þjóðinni er gert að nota. Sá gjaldmiðill er hvergi annars staðar gjaldgengur í veröldinni og þeir sem vilja nota fjármuni erlendis þurfa að fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirvöldum. Orkufyrirtækin, stóriðjan og sjávarútvegsfyrirtækin nota ekki þennan gjaldmiðil heldur hafa þau fengið leyfi yfirvalda til að nota erlenda gjaldmiðla. Nýlega kom í ljós að ráðamenn landsins hafa einnig undanskilið sjálfa sig notkun þessa gjaldmiðils og kjósa frekar að varðveita eignir sínar í erlendum gjaldmiðlum.Útlönd bara fyrir útvalda Gjaldmiðillinn sem almenningi í landinu er gert að nota nýtist yfirvöldum þannig að þegar stjórnvöld og atvinnulífið hafa keyrt landið í þrot, sem hefur gerst reglulega í marga áratugi, þá er erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði og almenningur verður að greiða hærra verð fyrir allar innfluttar vörur. Síðast þegar þetta gerðist hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um tugi prósenta. Fyrir ráðamenn landsins, sjávarútvegsfyrirtækin, stóriðjuverin og orkufyrirtækin skiptir þetta engu máli því þessir aðilar nota ekki þennan gjaldmiðil. Allar tilraunir til að láta meira fé renna til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar með gjaldtöku af auðlindum stranda á þeim stjórnmálaflokkum sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja ótæpilega. Hvaða land er spurt um, hvert er landið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim og fengið að njóta náttúru þess og samvista við innfædda í borg og bæjum. Fiskigengd við landið er gríðarleg og óvíða um veröldina landað jafn miklum fiski og þar. Orkufyrirtækin og stóriðjuverin borga ekki sérstaklega fyrir hagnýtingu fallvatna og jarðhita til raforkuframleiðslunnar og talið nægja að þau borgi skatta og skyldur eins og hver önnur fyrirtæki. Þjóðin fær ekki greitt fyrir hverja framleidda gígawattstund jafnvel þó því sé haldið fram á hátíðarstundum að hún eigi fallvötnin og hverina sem raforkan er framleidd úr. Þjóðinni sem þar býr er sagt að henni eigi að nægja að fá að byggja virkjanirnar og vinna í stóriðjuverum þegar þau eru síðan tekin í notkun.Afraksturinn til þjóðarinnar Ferðaþjónustan í landinu nýtur sérstaks skattaafsláttar í virðisaukaskatti og greiðir engin gjöld fyrir ferðamennina sem hún flytur til landsins til að láta skoða náttúru þess. Samt er landið farið að láta verulega á sjá vegna ágangs þessara ferðamanna sem fá að skoða landið án nokkurrar gjaldtöku. Einnig er þjóðinni sagt að hún eigi að vera þakklát fyrir að fá skiprúm við að veiða fiskinn í hafinu og verka hann þegar honum hefur verið landað. Sjávarútvegsfyrirtækin fá að veiða fiskinn gegn málamyndagjaldi þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að þjóðin eigi þennan fisk. Hagnaðurinn er síðan fluttur úr landi til fjarlægra eyja enda nota sjávarútvegsfyrirtækin annan gjaldmiðil en þjóðin, gjaldmiðil sem er gjaldgengur um allan heim öfugt við þann gjaldmiðil sem þjóðinni er gert að nota. Sá gjaldmiðill er hvergi annars staðar gjaldgengur í veröldinni og þeir sem vilja nota fjármuni erlendis þurfa að fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirvöldum. Orkufyrirtækin, stóriðjan og sjávarútvegsfyrirtækin nota ekki þennan gjaldmiðil heldur hafa þau fengið leyfi yfirvalda til að nota erlenda gjaldmiðla. Nýlega kom í ljós að ráðamenn landsins hafa einnig undanskilið sjálfa sig notkun þessa gjaldmiðils og kjósa frekar að varðveita eignir sínar í erlendum gjaldmiðlum.Útlönd bara fyrir útvalda Gjaldmiðillinn sem almenningi í landinu er gert að nota nýtist yfirvöldum þannig að þegar stjórnvöld og atvinnulífið hafa keyrt landið í þrot, sem hefur gerst reglulega í marga áratugi, þá er erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði og almenningur verður að greiða hærra verð fyrir allar innfluttar vörur. Síðast þegar þetta gerðist hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um tugi prósenta. Fyrir ráðamenn landsins, sjávarútvegsfyrirtækin, stóriðjuverin og orkufyrirtækin skiptir þetta engu máli því þessir aðilar nota ekki þennan gjaldmiðil. Allar tilraunir til að láta meira fé renna til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar með gjaldtöku af auðlindum stranda á þeim stjórnmálaflokkum sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja ótæpilega. Hvaða land er spurt um, hvert er landið?
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun