Lopapeysuviðskipti Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 23. mars 2016 12:00 Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun