Klopp: Liverpool-Manchester United er móðir allra leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 10:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30
Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30
Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30
Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30
Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20
Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17