Mörg spil í stokknum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar