Álversdeilan og hagsmunir Hafnfirðinga 26. febrúar 2016 20:44 Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar