Stjórnarherrarnir hafa hlunnfarið aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun