ISAL er langt yfir "íslenskum launum“ Ólafur Teitur Guðnason skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun