Við verðum að versla Jón Gnarr skrifar 4. febrúar 2016 09:00 Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar