Við verðum að versla Jón Gnarr skrifar 4. febrúar 2016 09:00 Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun