Skuld ríkisins við aldraða og öryrkja stórhækkar! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar