Kosningaréttur kvenna í 100 ár Eygló Harðardóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Jafnréttismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun