Nú er Seðlabankanum að mæta! Skjóðan skrifar 17. júní 2015 08:00 Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira