Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2025 08:46 Hilmar Örn Bjarnason er framleiðslustjóri Borg Salmon. Mummi Lú Eðalfiskur, laxavinnsla í Borgarnesi, hefur nú skipt um nafn og heitir Borg Salmon. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en Eðalfiskur er í eigu Eðalfangs, móðurfélags matvælafyrirtækjanna Norðanfisks, Eðalfisks og 101 Seafood. „Nafnabreytingin markar nýjan áfanga í vexti félagsins sem sækir sífellt meira á erlenda markaði. Var ákveðið að breyta nafni og ásýnd fyrirtækisins og varð nafnið Borg Salmon fyrir valinu. Nafnið Borg er tenging við staðsetningu á framleiðslunni en hún er staðsett nálægt Borg, heimkynnum landnámsmannsins Skalla-Gríms og sonar hans Egils Skallagrímssonar. Borg Salmon er ein af fáum sérhæfðum laxavinnslum á Íslandi sem framleiðir fullunna vöru beint í verslanir, í stað þess að senda hráefni óunnið úr landi. Félagið vinnur lax til útflutnings frá öllum helstu framleiðendum landsins, þar á meðal Arnarlaxi, Kaldvík, Arctic Fish, First Water, Háafelli og Samherja. Árið 2022 bættist framtakssjóðurinn Horn IV í hluthafahóp Eðalfangs og í kjölfarið var ráðist í miklar fjárfestingar í hátæknibúnaði og nýrri vinnslulínu frá Marel. Með þessum umbreytingum varð félagið að einni tæknivæddustu laxavinnslu landsins. Hilmar Örn Bjarnason, framleiðslustjóri Borg Salmon, Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri Eðalfangs og Þorsteinn E Ólafsson, rekstrarstjóri Borg Salmon.Mummi Lú Vöxtur félagsins hefur verið mikill á undanförnum árum. Velta Borg Salmon hefur fimmfaldast frá 2021 og er orðið eitt stærsta fullvinnslufyrirtæki landsins í laxi. Heildarvelta Eðalfangs, móðurfélag matvælafyrirtækjanna Borg Salmon, Norðanfisks og 101 Seafood, er áætluð 6,5 milljarðar króna á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að frá 2022 hafi framleiðsla Borg Salmon aukist úr 600 tonnum í 1.200 tonn árið 2024, og stefnt sé að því að framleiðslan fari í 3.000 tonn á árinu 2025. Framleiðslugeta fyrirtækisins er nú 6.000 tonn á ári, með möguleika á að stækka í 10–12 þúsund tonn til framtíðar. Mummi Lú 70 prósent á erlenda markaði Haft er eftir Hinriki Ö. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eðalfangs, að um 70 prósent af framleiðslu Borg Salmon fari á erlenda markaði, og félagið vinni nú markvisst að aukinni markaðssetningu og vörumerkjauppbyggingu utan Íslands. „Við höfum fengið frábær viðbrögð, sérstaklega frá bandarískum og evrópskum samstarfsaðilum sem meta íslenskan lax fyrir gæði og ferskleika. Kaldara veðurfar og heilbrigðari aðstæður hér á landi skila vöru sem sker sig úr á alþjóðamarkaði,“ segir Hinrik Örn. Þá er haft eftir Andra Gunnarssyni, stjórnarformanni Eðalfangs, að frá kaupum á Norðanfiski árið 2020 hafi félagið byggt upp öfluga matvælasamstæðu á Vesturlandi. „Við sjáum fram á enn meiri tækifæri með áframhaldandi vexti í laxeldinu á Íslandi og aukinni áherslu á fullvinnslu hér heima.“ Sjávarútvegur Borgarbyggð Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en Eðalfiskur er í eigu Eðalfangs, móðurfélags matvælafyrirtækjanna Norðanfisks, Eðalfisks og 101 Seafood. „Nafnabreytingin markar nýjan áfanga í vexti félagsins sem sækir sífellt meira á erlenda markaði. Var ákveðið að breyta nafni og ásýnd fyrirtækisins og varð nafnið Borg Salmon fyrir valinu. Nafnið Borg er tenging við staðsetningu á framleiðslunni en hún er staðsett nálægt Borg, heimkynnum landnámsmannsins Skalla-Gríms og sonar hans Egils Skallagrímssonar. Borg Salmon er ein af fáum sérhæfðum laxavinnslum á Íslandi sem framleiðir fullunna vöru beint í verslanir, í stað þess að senda hráefni óunnið úr landi. Félagið vinnur lax til útflutnings frá öllum helstu framleiðendum landsins, þar á meðal Arnarlaxi, Kaldvík, Arctic Fish, First Water, Háafelli og Samherja. Árið 2022 bættist framtakssjóðurinn Horn IV í hluthafahóp Eðalfangs og í kjölfarið var ráðist í miklar fjárfestingar í hátæknibúnaði og nýrri vinnslulínu frá Marel. Með þessum umbreytingum varð félagið að einni tæknivæddustu laxavinnslu landsins. Hilmar Örn Bjarnason, framleiðslustjóri Borg Salmon, Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri Eðalfangs og Þorsteinn E Ólafsson, rekstrarstjóri Borg Salmon.Mummi Lú Vöxtur félagsins hefur verið mikill á undanförnum árum. Velta Borg Salmon hefur fimmfaldast frá 2021 og er orðið eitt stærsta fullvinnslufyrirtæki landsins í laxi. Heildarvelta Eðalfangs, móðurfélag matvælafyrirtækjanna Borg Salmon, Norðanfisks og 101 Seafood, er áætluð 6,5 milljarðar króna á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að frá 2022 hafi framleiðsla Borg Salmon aukist úr 600 tonnum í 1.200 tonn árið 2024, og stefnt sé að því að framleiðslan fari í 3.000 tonn á árinu 2025. Framleiðslugeta fyrirtækisins er nú 6.000 tonn á ári, með möguleika á að stækka í 10–12 þúsund tonn til framtíðar. Mummi Lú 70 prósent á erlenda markaði Haft er eftir Hinriki Ö. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eðalfangs, að um 70 prósent af framleiðslu Borg Salmon fari á erlenda markaði, og félagið vinni nú markvisst að aukinni markaðssetningu og vörumerkjauppbyggingu utan Íslands. „Við höfum fengið frábær viðbrögð, sérstaklega frá bandarískum og evrópskum samstarfsaðilum sem meta íslenskan lax fyrir gæði og ferskleika. Kaldara veðurfar og heilbrigðari aðstæður hér á landi skila vöru sem sker sig úr á alþjóðamarkaði,“ segir Hinrik Örn. Þá er haft eftir Andra Gunnarssyni, stjórnarformanni Eðalfangs, að frá kaupum á Norðanfiski árið 2020 hafi félagið byggt upp öfluga matvælasamstæðu á Vesturlandi. „Við sjáum fram á enn meiri tækifæri með áframhaldandi vexti í laxeldinu á Íslandi og aukinni áherslu á fullvinnslu hér heima.“
Sjávarútvegur Borgarbyggð Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira