Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2025 08:46 Hilmar Örn Bjarnason er framleiðslustjóri Borg Salmon. Mummi Lú Eðalfiskur, laxavinnsla í Borgarnesi, hefur nú skipt um nafn og heitir Borg Salmon. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en Eðalfiskur er í eigu Eðalfangs, móðurfélags matvælafyrirtækjanna Norðanfisks, Eðalfisks og 101 Seafood. „Nafnabreytingin markar nýjan áfanga í vexti félagsins sem sækir sífellt meira á erlenda markaði. Var ákveðið að breyta nafni og ásýnd fyrirtækisins og varð nafnið Borg Salmon fyrir valinu. Nafnið Borg er tenging við staðsetningu á framleiðslunni en hún er staðsett nálægt Borg, heimkynnum landnámsmannsins Skalla-Gríms og sonar hans Egils Skallagrímssonar. Borg Salmon er ein af fáum sérhæfðum laxavinnslum á Íslandi sem framleiðir fullunna vöru beint í verslanir, í stað þess að senda hráefni óunnið úr landi. Félagið vinnur lax til útflutnings frá öllum helstu framleiðendum landsins, þar á meðal Arnarlaxi, Kaldvík, Arctic Fish, First Water, Háafelli og Samherja. Árið 2022 bættist framtakssjóðurinn Horn IV í hluthafahóp Eðalfangs og í kjölfarið var ráðist í miklar fjárfestingar í hátæknibúnaði og nýrri vinnslulínu frá Marel. Með þessum umbreytingum varð félagið að einni tæknivæddustu laxavinnslu landsins. Hilmar Örn Bjarnason, framleiðslustjóri Borg Salmon, Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri Eðalfangs og Þorsteinn E Ólafsson, rekstrarstjóri Borg Salmon.Mummi Lú Vöxtur félagsins hefur verið mikill á undanförnum árum. Velta Borg Salmon hefur fimmfaldast frá 2021 og er orðið eitt stærsta fullvinnslufyrirtæki landsins í laxi. Heildarvelta Eðalfangs, móðurfélag matvælafyrirtækjanna Borg Salmon, Norðanfisks og 101 Seafood, er áætluð 6,5 milljarðar króna á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að frá 2022 hafi framleiðsla Borg Salmon aukist úr 600 tonnum í 1.200 tonn árið 2024, og stefnt sé að því að framleiðslan fari í 3.000 tonn á árinu 2025. Framleiðslugeta fyrirtækisins er nú 6.000 tonn á ári, með möguleika á að stækka í 10–12 þúsund tonn til framtíðar. Mummi Lú 70 prósent á erlenda markaði Haft er eftir Hinriki Ö. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eðalfangs, að um 70 prósent af framleiðslu Borg Salmon fari á erlenda markaði, og félagið vinni nú markvisst að aukinni markaðssetningu og vörumerkjauppbyggingu utan Íslands. „Við höfum fengið frábær viðbrögð, sérstaklega frá bandarískum og evrópskum samstarfsaðilum sem meta íslenskan lax fyrir gæði og ferskleika. Kaldara veðurfar og heilbrigðari aðstæður hér á landi skila vöru sem sker sig úr á alþjóðamarkaði,“ segir Hinrik Örn. Þá er haft eftir Andra Gunnarssyni, stjórnarformanni Eðalfangs, að frá kaupum á Norðanfiski árið 2020 hafi félagið byggt upp öfluga matvælasamstæðu á Vesturlandi. „Við sjáum fram á enn meiri tækifæri með áframhaldandi vexti í laxeldinu á Íslandi og aukinni áherslu á fullvinnslu hér heima.“ Sjávarútvegur Borgarbyggð Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en Eðalfiskur er í eigu Eðalfangs, móðurfélags matvælafyrirtækjanna Norðanfisks, Eðalfisks og 101 Seafood. „Nafnabreytingin markar nýjan áfanga í vexti félagsins sem sækir sífellt meira á erlenda markaði. Var ákveðið að breyta nafni og ásýnd fyrirtækisins og varð nafnið Borg Salmon fyrir valinu. Nafnið Borg er tenging við staðsetningu á framleiðslunni en hún er staðsett nálægt Borg, heimkynnum landnámsmannsins Skalla-Gríms og sonar hans Egils Skallagrímssonar. Borg Salmon er ein af fáum sérhæfðum laxavinnslum á Íslandi sem framleiðir fullunna vöru beint í verslanir, í stað þess að senda hráefni óunnið úr landi. Félagið vinnur lax til útflutnings frá öllum helstu framleiðendum landsins, þar á meðal Arnarlaxi, Kaldvík, Arctic Fish, First Water, Háafelli og Samherja. Árið 2022 bættist framtakssjóðurinn Horn IV í hluthafahóp Eðalfangs og í kjölfarið var ráðist í miklar fjárfestingar í hátæknibúnaði og nýrri vinnslulínu frá Marel. Með þessum umbreytingum varð félagið að einni tæknivæddustu laxavinnslu landsins. Hilmar Örn Bjarnason, framleiðslustjóri Borg Salmon, Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri Eðalfangs og Þorsteinn E Ólafsson, rekstrarstjóri Borg Salmon.Mummi Lú Vöxtur félagsins hefur verið mikill á undanförnum árum. Velta Borg Salmon hefur fimmfaldast frá 2021 og er orðið eitt stærsta fullvinnslufyrirtæki landsins í laxi. Heildarvelta Eðalfangs, móðurfélag matvælafyrirtækjanna Borg Salmon, Norðanfisks og 101 Seafood, er áætluð 6,5 milljarðar króna á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að frá 2022 hafi framleiðsla Borg Salmon aukist úr 600 tonnum í 1.200 tonn árið 2024, og stefnt sé að því að framleiðslan fari í 3.000 tonn á árinu 2025. Framleiðslugeta fyrirtækisins er nú 6.000 tonn á ári, með möguleika á að stækka í 10–12 þúsund tonn til framtíðar. Mummi Lú 70 prósent á erlenda markaði Haft er eftir Hinriki Ö. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eðalfangs, að um 70 prósent af framleiðslu Borg Salmon fari á erlenda markaði, og félagið vinni nú markvisst að aukinni markaðssetningu og vörumerkjauppbyggingu utan Íslands. „Við höfum fengið frábær viðbrögð, sérstaklega frá bandarískum og evrópskum samstarfsaðilum sem meta íslenskan lax fyrir gæði og ferskleika. Kaldara veðurfar og heilbrigðari aðstæður hér á landi skila vöru sem sker sig úr á alþjóðamarkaði,“ segir Hinrik Örn. Þá er haft eftir Andra Gunnarssyni, stjórnarformanni Eðalfangs, að frá kaupum á Norðanfiski árið 2020 hafi félagið byggt upp öfluga matvælasamstæðu á Vesturlandi. „Við sjáum fram á enn meiri tækifæri með áframhaldandi vexti í laxeldinu á Íslandi og aukinni áherslu á fullvinnslu hér heima.“
Sjávarútvegur Borgarbyggð Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira