Stjórnvöld eru meðvituð um vandann Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 08:00 Margrét bendir á að mikil umræða hafi farið fram um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Það skipti ekki síður máli að fram fari umræða um hvernig við leggjum rækt við EES samninginn. fréttablaðið/stefán Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa. Alþingi Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa.
Alþingi Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira