Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 10:11 Tvö ár eru síðan fyrsta skóflustunga var tekin. Krónan Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. Í tilkynningu kemur einnig fram að Tokyo Sushi verði með útibú í versluninni og að nýjung innan Skannað og skundað verður kynnt í versluninni þar sem viðskiptavinir munu geta leitað að vöru í appi Krónunnar og séð hvar hún er staðsett í versluninni. „Verðmerking vörunnar blikkar þegar notandinn nálgast hana og sparast því mikill tími í leit að réttri vöru. Að auki er verslunin opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin til að gera sem flestum kleift að versla í matinn á tíma sem hentar,“ segir í tilkynningunni. Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar. Krónan Í byggingu í tvö ár Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, er ánægð með opnun verslunarinnar. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu var tekin fyrir um tveimur árum og var frá byrjun lagt upp með að hanna verslunina með áherslu á gott flæði og rúma ganga, til að tryggja sem besta upplifun viðskiptavina. „Við sjáum gríðarleg tækifæri til framtíðar hér á Suðurnesjum og erum afar þakklát fyrir það traust sem íbúar svæðisins hafa sýnt okkur í gegnum árin. Við höfum fengið ótrúlega góðar móttökur bæði í verslun okkar og einnig hvað varðar heimsendingarþjónustuna okkar. Nú getum við, með stærri og þægilegri verslun, veitt enn hraðari, skilvirkari og betri þjónustu. Við leggjum jafnframt áherslu á ferskleika, hagstætt verð og fjölbreytt vöruúrval og hlökkum mikið til að bjóða íbúa Suðurnesja velkomna í nýju verslunina okkar,“ segir Guðrún. Úr 1.350 fermetra verslunarrými í tæpa 2.400 fermetra Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut er spenntur að flytja í nýtt og stærra húsnæði sem er um þúsund fermetrum stærra en fyrra rými. Í tilkynningu segir að með stækkuninni sé hægt að mæta aukinni eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu á svæðinu. Jón Þór Kristinsson verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut.Krónan „Okkur hefur lengi dreymt um að komast í stærra húsnæði svo að vel fari um bæði viðskiptavini og starfsfólk. Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir opnun og það sama má segja um starfsfólkið okkar sem hefur síðustu daga unnið hörðum höndum að því að fylla á nýjar hillur og kæla. Við hlökkum því mikið til að hitta viðskiptavini okkar á ný í stærstu og glæsilegustu matvöruverslun Suðurnesja.“ Svansvottuð og vatnkrani til að fylla á vatn Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar og verður rýmið upphitað með nýjum geislahiturum sem eru bæði umhverfisvænir og sparsamir á vatn. í tilkynningu segir að einnig verði orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi muni keyra lokaða kæla og frysta. Þá segir að þyrstir viðskiptavinir muni geta fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur verði í anddyri verslunarinnar. Reykjanesbær Verslun Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Í tilkynningu kemur einnig fram að Tokyo Sushi verði með útibú í versluninni og að nýjung innan Skannað og skundað verður kynnt í versluninni þar sem viðskiptavinir munu geta leitað að vöru í appi Krónunnar og séð hvar hún er staðsett í versluninni. „Verðmerking vörunnar blikkar þegar notandinn nálgast hana og sparast því mikill tími í leit að réttri vöru. Að auki er verslunin opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin til að gera sem flestum kleift að versla í matinn á tíma sem hentar,“ segir í tilkynningunni. Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar. Krónan Í byggingu í tvö ár Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, er ánægð með opnun verslunarinnar. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu var tekin fyrir um tveimur árum og var frá byrjun lagt upp með að hanna verslunina með áherslu á gott flæði og rúma ganga, til að tryggja sem besta upplifun viðskiptavina. „Við sjáum gríðarleg tækifæri til framtíðar hér á Suðurnesjum og erum afar þakklát fyrir það traust sem íbúar svæðisins hafa sýnt okkur í gegnum árin. Við höfum fengið ótrúlega góðar móttökur bæði í verslun okkar og einnig hvað varðar heimsendingarþjónustuna okkar. Nú getum við, með stærri og þægilegri verslun, veitt enn hraðari, skilvirkari og betri þjónustu. Við leggjum jafnframt áherslu á ferskleika, hagstætt verð og fjölbreytt vöruúrval og hlökkum mikið til að bjóða íbúa Suðurnesja velkomna í nýju verslunina okkar,“ segir Guðrún. Úr 1.350 fermetra verslunarrými í tæpa 2.400 fermetra Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut er spenntur að flytja í nýtt og stærra húsnæði sem er um þúsund fermetrum stærra en fyrra rými. Í tilkynningu segir að með stækkuninni sé hægt að mæta aukinni eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu á svæðinu. Jón Þór Kristinsson verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut.Krónan „Okkur hefur lengi dreymt um að komast í stærra húsnæði svo að vel fari um bæði viðskiptavini og starfsfólk. Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir opnun og það sama má segja um starfsfólkið okkar sem hefur síðustu daga unnið hörðum höndum að því að fylla á nýjar hillur og kæla. Við hlökkum því mikið til að hitta viðskiptavini okkar á ný í stærstu og glæsilegustu matvöruverslun Suðurnesja.“ Svansvottuð og vatnkrani til að fylla á vatn Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar og verður rýmið upphitað með nýjum geislahiturum sem eru bæði umhverfisvænir og sparsamir á vatn. í tilkynningu segir að einnig verði orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi muni keyra lokaða kæla og frysta. Þá segir að þyrstir viðskiptavinir muni geta fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur verði í anddyri verslunarinnar.
Reykjanesbær Verslun Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira