Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 22:04 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti vera vonbrigði. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi en hjá fyrri ríkisstjórnum. Hann segir ákvörðun seðlabanka um að halda stýrivöxtum óbreyttum hafa verið vonbrigði en gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokks, sem segir ríkisstjórnina skorta slagkraft. Seðlabankinn tilkynnti í morgun að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október á síðasta ári sem vextir lækka ekki og sagði seðlabankastjóri að vextirnir væru að kæla hagkerfið en að það gengi hægar en búist hafði verið við. „Við erum að sjá meiri verðbólgu í haust en við höfum áður spáð en við erum að gera ráð fyrir að þetta sé tímabundið,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali eftir fund þar sem ákvörðun nefndarinnar var kynnt. „Mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun seðlabankans vera vonbrigði en fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þurfi að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag sé til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már í kvöldfréttum Sýnar. Segir seðlabankastjóra hafa talað um jákvæð skref ríkisstjórnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í pistli á Facebook og sagði hana hvorki hafa slagkraft né plan. Daði Már gefur lítið fyrir orð Guðrúnar og sagði hana betur hafa tekið þátt í að samþykkja góð mál á vorþingi sem sneru að húsnæðismálum. „Ég vil minna á að seðlabankastjóri tók sérstaklega fram þau jákvæðu skref sem við höfum náð sem er að leysa ýmis stórmál, lækka skuldir ríkisins með uppgjörinu á ÍL-sjóði og sölunni á Íslandsbanka.“ Hann segist munu standa undir kröfum almennings og að það væri sameiginlegt verkefni að tryggja verðstöðugleika. „Þessir háu stýrivextir bitna mjög ósanngjarnt á sérstaklega mjög ákveðnum hluta samfélagsins, þeim sem hafa nýlega keypt sér húsnæði. Þetta er verkefni sem við munum vinna saman og leysa.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti í morgun að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október á síðasta ári sem vextir lækka ekki og sagði seðlabankastjóri að vextirnir væru að kæla hagkerfið en að það gengi hægar en búist hafði verið við. „Við erum að sjá meiri verðbólgu í haust en við höfum áður spáð en við erum að gera ráð fyrir að þetta sé tímabundið,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali eftir fund þar sem ákvörðun nefndarinnar var kynnt. „Mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun seðlabankans vera vonbrigði en fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þurfi að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag sé til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már í kvöldfréttum Sýnar. Segir seðlabankastjóra hafa talað um jákvæð skref ríkisstjórnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í pistli á Facebook og sagði hana hvorki hafa slagkraft né plan. Daði Már gefur lítið fyrir orð Guðrúnar og sagði hana betur hafa tekið þátt í að samþykkja góð mál á vorþingi sem sneru að húsnæðismálum. „Ég vil minna á að seðlabankastjóri tók sérstaklega fram þau jákvæðu skref sem við höfum náð sem er að leysa ýmis stórmál, lækka skuldir ríkisins með uppgjörinu á ÍL-sjóði og sölunni á Íslandsbanka.“ Hann segist munu standa undir kröfum almennings og að það væri sameiginlegt verkefni að tryggja verðstöðugleika. „Þessir háu stýrivextir bitna mjög ósanngjarnt á sérstaklega mjög ákveðnum hluta samfélagsins, þeim sem hafa nýlega keypt sér húsnæði. Þetta er verkefni sem við munum vinna saman og leysa.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira