„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/Anton Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira