„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/Anton Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira