Ráðuneyti telur tillögu Jóns ólöglega Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Hörð átök Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar í gær. Minnisblað umhverfis- og auðlindaráðuneytisins telur hins vegar Alþingi ekki geta breytt flokkun virkjanakosta. Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“ Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent