Skattur á gistinætur skilað 670 milljónum svavar hávarðsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 300 króna gistináttagjald myndi skila 800 milljónum – náttúrupassi á að skila milljarði á ári. fréttablaðið/gva Innheimta gistináttaskatts hefur skilað 670 milljónum króna síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 2012 til 2015 eru rétt innan við 1,5 milljarða króna. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, um innheimtan gistináttaskatt kemur fram að fyrsta heila árið sem gistináttagjaldið var lagt á gaf það 195 milljónir. Árið 2013 voru milljónirnar 222 og 262 í fyrra. Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjárlögum að þremur fimmtuhlutum til Framkvæmdasjóðsins og tveimur fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Kristján vekur athygli á því í fréttatilkynningu að skatturinn er aðeins 100 krónur og segir upplýsingarnar vera mikilvægar í samhengi við frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassa sem er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.Kristján Möller„Það þyrfti ekki að hækka gistináttagjaldið mikið til að ná inn tekjum sem náttúrupassinn á að skila á ári. Kannski 300 til 400 krónur sem væri einfaldasta leiðin fyrir þingið til að bregðast við aðkallandi vanda strax,“ segir Kristján sem vill skoða blandaða leið; gistigjald til viðbótar við gjaldtöku á bílastæðum við helstu náttúruperlur. Hann vill jafnframt að hluti teknanna renni til viðkomandi sveitarfélags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði komið til móts við kostnað sveitarfélaganna, sem er allnokkur án þess að tekjur komi á móti. Kristján telur útilokað að náttúrupassinn verði afgreiddur fyrir þinglok, og aldrei nema í mikið breyttri mynd. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkana taka undir það sjónarmið. Í hans stað verði hins vegar að finna leið til að afla tekna til uppbyggingar, og er gistináttagjald títt nefnt. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að gistináttaskatti sé helst fundið til foráttu að tekjurnar hafa ekki verið nægjanlegar og yrði hann hækkaður verulega gæti það haft áhrif á eftirspurn. Jafnframt þyki ókostur að skatturinn leggst aðeins á eina grein ferðaþjónustunnar.305 styrkjum úthlutað á þremur árum Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Framkvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5 milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistináttagjaldinu nema 644 milljónum. Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 milljónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Innheimta gistináttaskatts hefur skilað 670 milljónum króna síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 2012 til 2015 eru rétt innan við 1,5 milljarða króna. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, um innheimtan gistináttaskatt kemur fram að fyrsta heila árið sem gistináttagjaldið var lagt á gaf það 195 milljónir. Árið 2013 voru milljónirnar 222 og 262 í fyrra. Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjárlögum að þremur fimmtuhlutum til Framkvæmdasjóðsins og tveimur fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Kristján vekur athygli á því í fréttatilkynningu að skatturinn er aðeins 100 krónur og segir upplýsingarnar vera mikilvægar í samhengi við frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassa sem er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.Kristján Möller„Það þyrfti ekki að hækka gistináttagjaldið mikið til að ná inn tekjum sem náttúrupassinn á að skila á ári. Kannski 300 til 400 krónur sem væri einfaldasta leiðin fyrir þingið til að bregðast við aðkallandi vanda strax,“ segir Kristján sem vill skoða blandaða leið; gistigjald til viðbótar við gjaldtöku á bílastæðum við helstu náttúruperlur. Hann vill jafnframt að hluti teknanna renni til viðkomandi sveitarfélags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði komið til móts við kostnað sveitarfélaganna, sem er allnokkur án þess að tekjur komi á móti. Kristján telur útilokað að náttúrupassinn verði afgreiddur fyrir þinglok, og aldrei nema í mikið breyttri mynd. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkana taka undir það sjónarmið. Í hans stað verði hins vegar að finna leið til að afla tekna til uppbyggingar, og er gistináttagjald títt nefnt. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að gistináttaskatti sé helst fundið til foráttu að tekjurnar hafa ekki verið nægjanlegar og yrði hann hækkaður verulega gæti það haft áhrif á eftirspurn. Jafnframt þyki ókostur að skatturinn leggst aðeins á eina grein ferðaþjónustunnar.305 styrkjum úthlutað á þremur árum Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Framkvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5 milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistináttagjaldinu nema 644 milljónum. Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 milljónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent