Afnema á skerðingu lífeyris aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun