Forsetinn verði fátæk eða fötluð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auðmjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekkert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki forseta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðargluggum. Forseta sem er ekki „frambærilega forsetaefnið“ sem forréttindafólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fáránlegt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðissafn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og samræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að gerast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auðmjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekkert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki forseta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðargluggum. Forseta sem er ekki „frambærilega forsetaefnið“ sem forréttindafólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fáránlegt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðissafn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og samræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að gerast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun