Aðgerða þörf – núna Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun