Samningsstaða veikt - hvers vegna? Andrés Pétursson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun