Grjótkastara svarað Gauti Kristmannsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar