Hvers virði er Ísland? Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 06:00 Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af auknum fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistináttagjaldinu en í tillögum um náttúrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þessara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illframkvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek undir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gistináttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfarseðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Þolum við alla þessa ágengni? Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn almannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í umræðunni að ef ekki komi til náttúrupassi þá sé voðinn vís og náttúran drabbist niður og engin önnur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði fjármagnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Landið hefur ekki burðarþol til að þola slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda náttúruminja um allt land þá verðum við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins. Þess vegna spyr ég „hvers virði er Ísland“, þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gistináttagjaldið sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af auknum fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistináttagjaldinu en í tillögum um náttúrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þessara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illframkvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek undir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gistináttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfarseðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Þolum við alla þessa ágengni? Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn almannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í umræðunni að ef ekki komi til náttúrupassi þá sé voðinn vís og náttúran drabbist niður og engin önnur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði fjármagnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Landið hefur ekki burðarþol til að þola slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda náttúruminja um allt land þá verðum við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins. Þess vegna spyr ég „hvers virði er Ísland“, þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gistináttagjaldið sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun