Lífeyrir aldraðra borgara er skammarlega lágur Björgvin Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Stjórnvöld fara skammarlega með lífeyrisþega. Lífeyrir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja er svo lágur, að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af honum. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 187 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Megnið af þeirri fjárhæð fer í húsaleigu, ef viðkomandi þarf að búa í leiguhúsnæði. Það er þá lítið eftir fyrir mat, fatnaði, rafmagni og hita, síma, tölvukostnaði og öllum öðrum útgjöldum. Ástandið er miklu betra hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði. En þó er afkoman erfið. Þessar smánarbætur aldraðra frá TR duga rétt fyrir allra brýnustu nauðsynjum en ekkert er til fyrir skemmtunum, gjöfum eða öðru til þess að lífga upp á tilveruna. Ekki er inni í myndinni að reka bíl af þessum lágu bótum. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Eldri borgarar eiga það því inni að fá að búa með reisn síðustu ár ævi sinnar.Vantar 134 þús. kr. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyðir hver einstaklingur til jafnaðar 321 þús. kr. á mánuði í neyslu. Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu. Ellilífeyrir Tryggingastofnunar er hins vegar aðeins 187 þús. kr. á mánuði eftir skatta hjá einhleypingi. Það vantar því 134 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir TR dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum. Með því að engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar er um sambærilegar tölur að ræða. Þegar litið er á þessar tölur verður ljóst hvað stjórnvöld búa illa að eldri borgurum. Hér hefur verið fjallað um þá eldri borgara, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum. En ástandið er lítið betra hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði vegna mikilla skerðinga á tryggingabótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þorri lífeyrisþega hefur fremur lélegan lífeyrissjóð, 70-100 þús. kr. á mánuði. Þeir, sem hafa 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eru engu betur settir en þeir, sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra um hátt í 70 þús. kr. á mánuði.Hækka verður lífeyri um 20% strax Augljóst er, að hækka verður ríflega lífeyri eldri borgara, eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi af honum. Það er lágmark að hækka lífeyrinn um 40-50 þús. kr. á mánuði enda þótt stefna eigi að 134 þús. króna hækkun til þess að ná neysluviðmiði Hagstofunnar. Það vill svo til, að ríkisstjórnin skuldar öldruðum og öryrkjum einmitt 44 þúsund króna hækkun á mánuði (20%) ætli hún að standa við loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar á krepputímanum. En það þarf einmitt að hækka lífeyri um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu. Þessari leiðréttingu var lofað í kosningabaráttunni 2013. Við hana verður að standa strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld fara skammarlega með lífeyrisþega. Lífeyrir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja er svo lágur, að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af honum. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 187 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Megnið af þeirri fjárhæð fer í húsaleigu, ef viðkomandi þarf að búa í leiguhúsnæði. Það er þá lítið eftir fyrir mat, fatnaði, rafmagni og hita, síma, tölvukostnaði og öllum öðrum útgjöldum. Ástandið er miklu betra hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði. En þó er afkoman erfið. Þessar smánarbætur aldraðra frá TR duga rétt fyrir allra brýnustu nauðsynjum en ekkert er til fyrir skemmtunum, gjöfum eða öðru til þess að lífga upp á tilveruna. Ekki er inni í myndinni að reka bíl af þessum lágu bótum. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Eldri borgarar eiga það því inni að fá að búa með reisn síðustu ár ævi sinnar.Vantar 134 þús. kr. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyðir hver einstaklingur til jafnaðar 321 þús. kr. á mánuði í neyslu. Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu. Ellilífeyrir Tryggingastofnunar er hins vegar aðeins 187 þús. kr. á mánuði eftir skatta hjá einhleypingi. Það vantar því 134 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir TR dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum. Með því að engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar er um sambærilegar tölur að ræða. Þegar litið er á þessar tölur verður ljóst hvað stjórnvöld búa illa að eldri borgurum. Hér hefur verið fjallað um þá eldri borgara, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum. En ástandið er lítið betra hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði vegna mikilla skerðinga á tryggingabótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þorri lífeyrisþega hefur fremur lélegan lífeyrissjóð, 70-100 þús. kr. á mánuði. Þeir, sem hafa 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eru engu betur settir en þeir, sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra um hátt í 70 þús. kr. á mánuði.Hækka verður lífeyri um 20% strax Augljóst er, að hækka verður ríflega lífeyri eldri borgara, eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi af honum. Það er lágmark að hækka lífeyrinn um 40-50 þús. kr. á mánuði enda þótt stefna eigi að 134 þús. króna hækkun til þess að ná neysluviðmiði Hagstofunnar. Það vill svo til, að ríkisstjórnin skuldar öldruðum og öryrkjum einmitt 44 þúsund króna hækkun á mánuði (20%) ætli hún að standa við loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar á krepputímanum. En það þarf einmitt að hækka lífeyri um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu. Þessari leiðréttingu var lofað í kosningabaráttunni 2013. Við hana verður að standa strax.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun