Lífeyrir aldraðra borgara er skammarlega lágur Björgvin Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Stjórnvöld fara skammarlega með lífeyrisþega. Lífeyrir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja er svo lágur, að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af honum. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 187 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Megnið af þeirri fjárhæð fer í húsaleigu, ef viðkomandi þarf að búa í leiguhúsnæði. Það er þá lítið eftir fyrir mat, fatnaði, rafmagni og hita, síma, tölvukostnaði og öllum öðrum útgjöldum. Ástandið er miklu betra hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði. En þó er afkoman erfið. Þessar smánarbætur aldraðra frá TR duga rétt fyrir allra brýnustu nauðsynjum en ekkert er til fyrir skemmtunum, gjöfum eða öðru til þess að lífga upp á tilveruna. Ekki er inni í myndinni að reka bíl af þessum lágu bótum. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Eldri borgarar eiga það því inni að fá að búa með reisn síðustu ár ævi sinnar.Vantar 134 þús. kr. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyðir hver einstaklingur til jafnaðar 321 þús. kr. á mánuði í neyslu. Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu. Ellilífeyrir Tryggingastofnunar er hins vegar aðeins 187 þús. kr. á mánuði eftir skatta hjá einhleypingi. Það vantar því 134 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir TR dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum. Með því að engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar er um sambærilegar tölur að ræða. Þegar litið er á þessar tölur verður ljóst hvað stjórnvöld búa illa að eldri borgurum. Hér hefur verið fjallað um þá eldri borgara, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum. En ástandið er lítið betra hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði vegna mikilla skerðinga á tryggingabótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þorri lífeyrisþega hefur fremur lélegan lífeyrissjóð, 70-100 þús. kr. á mánuði. Þeir, sem hafa 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eru engu betur settir en þeir, sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra um hátt í 70 þús. kr. á mánuði.Hækka verður lífeyri um 20% strax Augljóst er, að hækka verður ríflega lífeyri eldri borgara, eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi af honum. Það er lágmark að hækka lífeyrinn um 40-50 þús. kr. á mánuði enda þótt stefna eigi að 134 þús. króna hækkun til þess að ná neysluviðmiði Hagstofunnar. Það vill svo til, að ríkisstjórnin skuldar öldruðum og öryrkjum einmitt 44 þúsund króna hækkun á mánuði (20%) ætli hún að standa við loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar á krepputímanum. En það þarf einmitt að hækka lífeyri um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu. Þessari leiðréttingu var lofað í kosningabaráttunni 2013. Við hana verður að standa strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld fara skammarlega með lífeyrisþega. Lífeyrir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja er svo lágur, að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af honum. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 187 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Megnið af þeirri fjárhæð fer í húsaleigu, ef viðkomandi þarf að búa í leiguhúsnæði. Það er þá lítið eftir fyrir mat, fatnaði, rafmagni og hita, síma, tölvukostnaði og öllum öðrum útgjöldum. Ástandið er miklu betra hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði. En þó er afkoman erfið. Þessar smánarbætur aldraðra frá TR duga rétt fyrir allra brýnustu nauðsynjum en ekkert er til fyrir skemmtunum, gjöfum eða öðru til þess að lífga upp á tilveruna. Ekki er inni í myndinni að reka bíl af þessum lágu bótum. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Eldri borgarar eiga það því inni að fá að búa með reisn síðustu ár ævi sinnar.Vantar 134 þús. kr. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyðir hver einstaklingur til jafnaðar 321 þús. kr. á mánuði í neyslu. Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu. Ellilífeyrir Tryggingastofnunar er hins vegar aðeins 187 þús. kr. á mánuði eftir skatta hjá einhleypingi. Það vantar því 134 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir TR dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum. Með því að engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar er um sambærilegar tölur að ræða. Þegar litið er á þessar tölur verður ljóst hvað stjórnvöld búa illa að eldri borgurum. Hér hefur verið fjallað um þá eldri borgara, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum. En ástandið er lítið betra hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði vegna mikilla skerðinga á tryggingabótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þorri lífeyrisþega hefur fremur lélegan lífeyrissjóð, 70-100 þús. kr. á mánuði. Þeir, sem hafa 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eru engu betur settir en þeir, sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra um hátt í 70 þús. kr. á mánuði.Hækka verður lífeyri um 20% strax Augljóst er, að hækka verður ríflega lífeyri eldri borgara, eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi af honum. Það er lágmark að hækka lífeyrinn um 40-50 þús. kr. á mánuði enda þótt stefna eigi að 134 þús. króna hækkun til þess að ná neysluviðmiði Hagstofunnar. Það vill svo til, að ríkisstjórnin skuldar öldruðum og öryrkjum einmitt 44 þúsund króna hækkun á mánuði (20%) ætli hún að standa við loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar á krepputímanum. En það þarf einmitt að hækka lífeyri um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu. Þessari leiðréttingu var lofað í kosningabaráttunni 2013. Við hana verður að standa strax.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar