Þriðjungur grunnlífeyris á Norðurlöndum Björgvin Guðmundsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Grunnlífeyrir almannatrygginga hér er tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. Í grannlöndum okkar, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi, er hann þrisvar sinnum hærri. Íslendingar voru í fararbroddi í almannatryggingum fyrst eftir stríð. En síðan hefur Ísland stöðugt dregist aftur úr á þessu sviði og í dag rekur Ísland lestina. Hvað veldur? Ástæðan er skeytingarleysi stjórnmálamanna á sviði almannatrygginga. Framámenn í íslenskum stjórnmálum í dag virðast telja, að lífeyrir megi ekki vera hár í samanburði við lágmarkslaun. En þetta er alger misskilningur. Vissulega má lífeyrir aldraðra vera hærri en lágmarkslaun. Það sýnir einfaldlega, að þjóðfélagið vill gera vel við sína eldri borgara. Röksemd Bjarna Ben. um að lífeyrir megi ekki vera hár, þar eð þá sé enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkaðinn, á ekki við um eldri borgara. Eftirlaun verða hins vegar að vera það há, að þau dugi til framfærslu hjá þeim, sem einungis hafa tekjur almannatrygginga. En svo er ekki í dag. Þar vantar mikið upp á. Sú hungurlús, sem ríkisstjórnin skammtar lífeyrisþegum frá 1. janúar breytir hér engu. Lífeyrir aldraðra á að sjálfsögðu að vera svipaður hér og hann er í grannlöndum okkar. Jafnhliða stórhækkun grunnlífeyris aldraðra þarf að afnema skerðingu lífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Bjarni fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því fyrir síðustu alþingiskosningar að afnema þessa skerðingu. Hann hefur ekki efnt þetta loforð. Það er alvarlegt mál. Stjórnmálamenn geta ekki gefið kjósendum slík loforð án þess að standa við þau. Ef Bjarni efnir ekki þetta loforð strax á hann að segja af sér. Svo einfalt er það. Tekjutengingarnar fara mjög illa með aldraða og öryrkja. Eldri borgari, sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóði, missir sem svarar helmingi þessarar upphæðar frá almannatryggingum. Hvaða réttlæti er í því? Hvers vegna var þessi eftirlaunamaður að greiða í lífeyrissjóð, ef hann nýtur þess ekki, þegar hann er hættur að vinna? Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að afnema hana strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Grunnlífeyrir almannatrygginga hér er tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. Í grannlöndum okkar, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi, er hann þrisvar sinnum hærri. Íslendingar voru í fararbroddi í almannatryggingum fyrst eftir stríð. En síðan hefur Ísland stöðugt dregist aftur úr á þessu sviði og í dag rekur Ísland lestina. Hvað veldur? Ástæðan er skeytingarleysi stjórnmálamanna á sviði almannatrygginga. Framámenn í íslenskum stjórnmálum í dag virðast telja, að lífeyrir megi ekki vera hár í samanburði við lágmarkslaun. En þetta er alger misskilningur. Vissulega má lífeyrir aldraðra vera hærri en lágmarkslaun. Það sýnir einfaldlega, að þjóðfélagið vill gera vel við sína eldri borgara. Röksemd Bjarna Ben. um að lífeyrir megi ekki vera hár, þar eð þá sé enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkaðinn, á ekki við um eldri borgara. Eftirlaun verða hins vegar að vera það há, að þau dugi til framfærslu hjá þeim, sem einungis hafa tekjur almannatrygginga. En svo er ekki í dag. Þar vantar mikið upp á. Sú hungurlús, sem ríkisstjórnin skammtar lífeyrisþegum frá 1. janúar breytir hér engu. Lífeyrir aldraðra á að sjálfsögðu að vera svipaður hér og hann er í grannlöndum okkar. Jafnhliða stórhækkun grunnlífeyris aldraðra þarf að afnema skerðingu lífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Bjarni fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því fyrir síðustu alþingiskosningar að afnema þessa skerðingu. Hann hefur ekki efnt þetta loforð. Það er alvarlegt mál. Stjórnmálamenn geta ekki gefið kjósendum slík loforð án þess að standa við þau. Ef Bjarni efnir ekki þetta loforð strax á hann að segja af sér. Svo einfalt er það. Tekjutengingarnar fara mjög illa með aldraða og öryrkja. Eldri borgari, sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóði, missir sem svarar helmingi þessarar upphæðar frá almannatryggingum. Hvaða réttlæti er í því? Hvers vegna var þessi eftirlaunamaður að greiða í lífeyrissjóð, ef hann nýtur þess ekki, þegar hann er hættur að vinna? Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að afnema hana strax.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar