Við erum „bestust“ Margrét Jónsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun