Kjaramál aldraðra efst á baugi Björgvin Guðmundsson skrifar 18. desember 2015 09:00 Ég hef verið að fylgjast með umræðunni á Alþingi um fjárlagafrumvarpið. Nær því hver einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur í umræðunni lagt mesta áherslu á kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Margir stjórnarþingmenn hafa einnig rætt málið. Þetta mál er nú orðið aðalmál þingsins. Um svipað leyti í fyrra var hins vegar ekki minnst á þetta mál á Alþingi. Hver er ástæðan? Hvað hefur breyst? Ástæðan er sú, að mönnum ofbýður hvernig stjórnvöld valta yfir aldraða og öryrkja. Það gengur fram af mönnum að lífeyrisþegar skuli ekki fá sambærilegar kjarabætur og aðrir í þjóðfélaginu. Fréttablaðið hefur tekið forustu meðal fjölmiðla í því að birta reglulega greinar um kjaramál lífeyrisþega og nauðsyn þess að bæta kjör þeirra. Baráttan er ekki búin. Þegar þetta er ritað hafa leiðtogar stjórnarflokkanna báðir lýst því yfir, að engu verði breytt í kjaramálum aldraðra umfram það sem ákveðið var fyrir löngu, þ.e. að lífeyrisþegar á strípuðum bótum fengju á næsta ári rúmar 10.000 kr. eftir skatt (einhleypingar) í hækkun. Það hefur verið reynt að afflytja umræðuna um kjör lífeyrisþega og blekkingum beitt. Þannig er því ávallt haldið fram, að lífeyrisþegar hafi fengið/fái jafnmiklar kjarabætur og launþegar.Blekking Þetta er rangt. Þetta er blekking. Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1. maí 2015. Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyrinn um 9,7% hinn 1. janúar 2016. Það er átta mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og það er mun lægri prósentuhækkun en hjá launafólki. Sagt er, að þegar lífeyrisþegar séu búnir að fá hækkun á næsta ári verði lífeyrir þeirra orðinn hærri en lágmarkslaun. Það er ekki rétt nema að hluta til. Það eru aðeins þeir lífeyrisþegar, sem búa einir og fá heimilisuppbót, sem verða með hærri lífeyri en lágmarkslaun. Og sá hópur er aðeins lítið brot aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með umræðunni á Alþingi um fjárlagafrumvarpið. Nær því hver einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur í umræðunni lagt mesta áherslu á kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Margir stjórnarþingmenn hafa einnig rætt málið. Þetta mál er nú orðið aðalmál þingsins. Um svipað leyti í fyrra var hins vegar ekki minnst á þetta mál á Alþingi. Hver er ástæðan? Hvað hefur breyst? Ástæðan er sú, að mönnum ofbýður hvernig stjórnvöld valta yfir aldraða og öryrkja. Það gengur fram af mönnum að lífeyrisþegar skuli ekki fá sambærilegar kjarabætur og aðrir í þjóðfélaginu. Fréttablaðið hefur tekið forustu meðal fjölmiðla í því að birta reglulega greinar um kjaramál lífeyrisþega og nauðsyn þess að bæta kjör þeirra. Baráttan er ekki búin. Þegar þetta er ritað hafa leiðtogar stjórnarflokkanna báðir lýst því yfir, að engu verði breytt í kjaramálum aldraðra umfram það sem ákveðið var fyrir löngu, þ.e. að lífeyrisþegar á strípuðum bótum fengju á næsta ári rúmar 10.000 kr. eftir skatt (einhleypingar) í hækkun. Það hefur verið reynt að afflytja umræðuna um kjör lífeyrisþega og blekkingum beitt. Þannig er því ávallt haldið fram, að lífeyrisþegar hafi fengið/fái jafnmiklar kjarabætur og launþegar.Blekking Þetta er rangt. Þetta er blekking. Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1. maí 2015. Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyrinn um 9,7% hinn 1. janúar 2016. Það er átta mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og það er mun lægri prósentuhækkun en hjá launafólki. Sagt er, að þegar lífeyrisþegar séu búnir að fá hækkun á næsta ári verði lífeyrir þeirra orðinn hærri en lágmarkslaun. Það er ekki rétt nema að hluta til. Það eru aðeins þeir lífeyrisþegar, sem búa einir og fá heimilisuppbót, sem verða með hærri lífeyri en lágmarkslaun. Og sá hópur er aðeins lítið brot aldraðra og öryrkja.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun