Umhverfismál eru lýðheilsumál Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 8. desember 2015 11:48 Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun