Kolefnishlutlaus Akureyri Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar 30. nóvember 2015 00:00 Nú er að hefjast Parísarfundur þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafnframt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhaldsskóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferðaþjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akureyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kolefnishlutlaust samfélag eru heimilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vesturlöndum séu fjögur risakolefnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforkunotkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að rafmagn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum heldur úr vatnsafli og jarðvarma. Akureyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhitaleitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgangur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyjafjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltugerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltugera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 rafbílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metanstöð, þar sem hægt er að fá norðlenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst viljum við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbókhaldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vefsíðu félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast Parísarfundur þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafnframt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhaldsskóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferðaþjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akureyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kolefnishlutlaust samfélag eru heimilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vesturlöndum séu fjögur risakolefnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforkunotkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að rafmagn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum heldur úr vatnsafli og jarðvarma. Akureyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhitaleitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgangur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyjafjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltugerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltugera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 rafbílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metanstöð, þar sem hægt er að fá norðlenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst viljum við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbókhaldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vefsíðu félagsins.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun