Í tilefni landsfunda: Kosningaréttur kvenna hvað? Þór Saari skrifar 21. október 2015 11:11 Í ár hefur þess verið minnst með pompi og prakt og það fyllilega verðskuldað að hundrað á eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og er það vel. Miklu hefur verið til kostað og meira að segja fyrrverandi forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir dubbaði sjálfa sig upp í það í lok síðasta kjörtímabils meðan hún var enn forseti þingsins í að leiða afmælisnefnd sem stýrði öllu fjörinu. Á háum launum að sjálfsögðu, í tvö ár kostuðum af Alþingi. Í öllum þeim hamagangi sem fór í gang gleymdist hins vegar að minnast á eitt örlítið óþægilegt atriði sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að kosningaréttur kvenna hafi verið merkisáfangi á sínum tíma þá er lýðræði á Íslandi ennþá í besta falli í skötulíki nú 100 árum síðar. Þrátt fyrir að fyrrum forseti Alþingis, æðstu stofnunar lýðræðisins í landinu, hafi í tvö ár unnið við það að undirbúa þessa afmælishátið þá var af tilefninu ekki mikið rætt um stöðu lýðræðis almennt á Íslandi í dag og tengingu þess við til dæmis kosningar til Alþingis. Það sem gleymdist og það svo hallærislega í öllum þessum hamagangi er sú furðulega staða að stór hluti þjóðarinnar, þar á meðal stór hluti kvenna sem er löglega á kjörskrá hefur engan atkvæðisrétt enn þann dag í dag. Í síðustu alþingiskosningum árið 2013 voru á kjörskrá hér á landi 237.807 manns. Það eru eða ætti að vera samkvæmt leikreglum lýðræðisríkja 237.807 atkvæði, ekki satt? Ó nei, ekki hér á landi. Því hefur nefnilega verið svo fyrir komið með þeim kosningareglum sem hér gilda að meirihluti þessara kjósenda telur ekki nema um hálft atkvæði miðað við hina. Af þessum 237.807 kjósendum sem voru á kjörskrá árið 2013 voru 153.835 á höfuðborgarsvæðinu, það er í Reykjavíkurkjördæmunum tveim og Suðvestur kjördæmi eða 65% kjósenda en 83.972 kjósendur voru annars staðar á landinu, það er í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum eða 35% kjósenda. Vegna ótrúlegra kosningareglna hér á landi skiptist fjöldi þingmanna þó nánast jafnt milli þessara tveggja kjósendahópa en þingmenn þéttbýlis kjósenda eru aðeins 35 eða 55% þingmanna meðan þingmenn dreifbýlis kjósenda eru 28 eða 45% þingmanna. Miðað við eðlilega lýðræðislega dreifingu þingsæta eftir atkvæðum ættu þessar tölur hins vegar að vera 41 þingmaður á móti 22. Svona kosningakerfi þar sem heimilsfang kjósandans ræður því hvort þingmaður í hans kjördæmi fari inn á 3.000 atkvæðum (norðan Hvalfjarðarganga) eða þurfi 4.400 atkvæði (sunnan gangnanna) er vægast með það mikinn lýðræðishalla að vafamál er að tala um lýðræði í reynd. Oft hefur verið talað um að það gríðarlega mikla misvægi atkvæða sem viðgengst hér á landi sé ólýðræðislegt og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) sem hefur að gera með lýðræðiseftirlit í álfunni og víðar hefur gefið það út að við erfiðustu aðstæður megi mismunur á atkvæðavægi ekki vera meiri en 10% og þá eingöngu vegna landfræðilegra ástæðna. Hér á landi er þessi munur hins vegar miklu meiri og það án landfræðilegra ástæðna og veldur því að 65% kjósenda telja bara sem um það bil hálft atkvæði. Á mannamáli þýðir þetta einnig að nærri helmingur þessara 153.835 kjósenda hafa í raun ekkert um málin að segja, það er hvorki meira né mina en 76.918 „kjósendur“ eða um 33% allra sem eru á kjörskrá hafa í raun ekki kosningarétt. Já kæru lesendur, við búum í landi, lýðræðisríki þar sem um þriðjungur „kjósenda“ hefur ekki kosningarétt nema að nafninu til vegna þess að atkvæði þeirra telja ekki af því þeir eru „þéttbýlisbúar“. Það er svo sem alþekkt að yfirstéttin hverju sinni reyni að hindra aðgang annarra að völdum og hér áður fyrr fékk fólk ekki að kjósa ef því það var vinnumenn, blökkumenn, fátæklingar, yngra en fertugt, konur og svo mætti lengi telja. Það mun þó all sérstakt að íbúar í þéttbýli séu skilgreindir annars flokks fólk með þessum hætti. Þetta eru þó ekki reglur komnar af himnum ofan heldur búnar til af pólitiskri yfirstétt í landinu, yfirstétt sem er meira umhugað um að standa saman um eigin völd en nokkuð annað. Það hlálega í þessu öllu saman er að það var fyrrverandi forseti Alþingis, konan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem framar öðrum kom í veg fyrir það að ný stjórnarskrá sem tryggði jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna yrði lögfest og það þrátt fyrir að um 2/3 hlutar kjósenda hefðu samþykkt hana í löglega boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú sama Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og baðaði sig í sviðsljósinu á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og þáði laun fyrir frá Alþingi í tvö ár. Talandi um hræsni af hálfu Alþingis í þessu útbásúnaða lýðræðismáli máli er því varla ofmælt þar sem það var allur Fjórflokkurinn eins og hann lagði sig sem stöðvaði nýja stjórnarskrá vorið 2013 þó einstaka þingmenn innan stjórnarmeirihlutans ynnu vissulega að málinu af fullum heilindum. Því er málum því enn svo fyrir komið að atkvæði tugþúsunda íslendinga telja ekki og þeir hafa í raun ekki kosningarétt. Við þessir 158.835 kjósendur sem erum bara með hálft atkvæði munum vonandi halda áfram að krefjast kosningaréttar til jafns við aðra landsmenn og að þessir 76.918 sem töldust ekki með árið 2013 fái kosningarétt. Það er hvorki meira né minna en þrisvar sinnum fjölmennari hópur en þær konur sem voru teknar inn á kjörskrá árið 1915. Það er að sjálfsögðu löngu komin tími til að þingmenn þéttbýliskjördæmanna sameinist um jafnan atkvæðisrétt fyrri alla landsmenn og að Reykjavíkur- og SV kjördæmisfélög stjórnmálaflokkana komi þessu sjálfsagða máli á dagskrá sem mikilvægasta kosningamálinu. Og við þessi 158.835 atkvæði skulum halda þeim að verki við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þór Saari Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ár hefur þess verið minnst með pompi og prakt og það fyllilega verðskuldað að hundrað á eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og er það vel. Miklu hefur verið til kostað og meira að segja fyrrverandi forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir dubbaði sjálfa sig upp í það í lok síðasta kjörtímabils meðan hún var enn forseti þingsins í að leiða afmælisnefnd sem stýrði öllu fjörinu. Á háum launum að sjálfsögðu, í tvö ár kostuðum af Alþingi. Í öllum þeim hamagangi sem fór í gang gleymdist hins vegar að minnast á eitt örlítið óþægilegt atriði sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að kosningaréttur kvenna hafi verið merkisáfangi á sínum tíma þá er lýðræði á Íslandi ennþá í besta falli í skötulíki nú 100 árum síðar. Þrátt fyrir að fyrrum forseti Alþingis, æðstu stofnunar lýðræðisins í landinu, hafi í tvö ár unnið við það að undirbúa þessa afmælishátið þá var af tilefninu ekki mikið rætt um stöðu lýðræðis almennt á Íslandi í dag og tengingu þess við til dæmis kosningar til Alþingis. Það sem gleymdist og það svo hallærislega í öllum þessum hamagangi er sú furðulega staða að stór hluti þjóðarinnar, þar á meðal stór hluti kvenna sem er löglega á kjörskrá hefur engan atkvæðisrétt enn þann dag í dag. Í síðustu alþingiskosningum árið 2013 voru á kjörskrá hér á landi 237.807 manns. Það eru eða ætti að vera samkvæmt leikreglum lýðræðisríkja 237.807 atkvæði, ekki satt? Ó nei, ekki hér á landi. Því hefur nefnilega verið svo fyrir komið með þeim kosningareglum sem hér gilda að meirihluti þessara kjósenda telur ekki nema um hálft atkvæði miðað við hina. Af þessum 237.807 kjósendum sem voru á kjörskrá árið 2013 voru 153.835 á höfuðborgarsvæðinu, það er í Reykjavíkurkjördæmunum tveim og Suðvestur kjördæmi eða 65% kjósenda en 83.972 kjósendur voru annars staðar á landinu, það er í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum eða 35% kjósenda. Vegna ótrúlegra kosningareglna hér á landi skiptist fjöldi þingmanna þó nánast jafnt milli þessara tveggja kjósendahópa en þingmenn þéttbýlis kjósenda eru aðeins 35 eða 55% þingmanna meðan þingmenn dreifbýlis kjósenda eru 28 eða 45% þingmanna. Miðað við eðlilega lýðræðislega dreifingu þingsæta eftir atkvæðum ættu þessar tölur hins vegar að vera 41 þingmaður á móti 22. Svona kosningakerfi þar sem heimilsfang kjósandans ræður því hvort þingmaður í hans kjördæmi fari inn á 3.000 atkvæðum (norðan Hvalfjarðarganga) eða þurfi 4.400 atkvæði (sunnan gangnanna) er vægast með það mikinn lýðræðishalla að vafamál er að tala um lýðræði í reynd. Oft hefur verið talað um að það gríðarlega mikla misvægi atkvæða sem viðgengst hér á landi sé ólýðræðislegt og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) sem hefur að gera með lýðræðiseftirlit í álfunni og víðar hefur gefið það út að við erfiðustu aðstæður megi mismunur á atkvæðavægi ekki vera meiri en 10% og þá eingöngu vegna landfræðilegra ástæðna. Hér á landi er þessi munur hins vegar miklu meiri og það án landfræðilegra ástæðna og veldur því að 65% kjósenda telja bara sem um það bil hálft atkvæði. Á mannamáli þýðir þetta einnig að nærri helmingur þessara 153.835 kjósenda hafa í raun ekkert um málin að segja, það er hvorki meira né mina en 76.918 „kjósendur“ eða um 33% allra sem eru á kjörskrá hafa í raun ekki kosningarétt. Já kæru lesendur, við búum í landi, lýðræðisríki þar sem um þriðjungur „kjósenda“ hefur ekki kosningarétt nema að nafninu til vegna þess að atkvæði þeirra telja ekki af því þeir eru „þéttbýlisbúar“. Það er svo sem alþekkt að yfirstéttin hverju sinni reyni að hindra aðgang annarra að völdum og hér áður fyrr fékk fólk ekki að kjósa ef því það var vinnumenn, blökkumenn, fátæklingar, yngra en fertugt, konur og svo mætti lengi telja. Það mun þó all sérstakt að íbúar í þéttbýli séu skilgreindir annars flokks fólk með þessum hætti. Þetta eru þó ekki reglur komnar af himnum ofan heldur búnar til af pólitiskri yfirstétt í landinu, yfirstétt sem er meira umhugað um að standa saman um eigin völd en nokkuð annað. Það hlálega í þessu öllu saman er að það var fyrrverandi forseti Alþingis, konan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem framar öðrum kom í veg fyrir það að ný stjórnarskrá sem tryggði jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna yrði lögfest og það þrátt fyrir að um 2/3 hlutar kjósenda hefðu samþykkt hana í löglega boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú sama Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og baðaði sig í sviðsljósinu á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og þáði laun fyrir frá Alþingi í tvö ár. Talandi um hræsni af hálfu Alþingis í þessu útbásúnaða lýðræðismáli máli er því varla ofmælt þar sem það var allur Fjórflokkurinn eins og hann lagði sig sem stöðvaði nýja stjórnarskrá vorið 2013 þó einstaka þingmenn innan stjórnarmeirihlutans ynnu vissulega að málinu af fullum heilindum. Því er málum því enn svo fyrir komið að atkvæði tugþúsunda íslendinga telja ekki og þeir hafa í raun ekki kosningarétt. Við þessir 158.835 kjósendur sem erum bara með hálft atkvæði munum vonandi halda áfram að krefjast kosningaréttar til jafns við aðra landsmenn og að þessir 76.918 sem töldust ekki með árið 2013 fái kosningarétt. Það er hvorki meira né minna en þrisvar sinnum fjölmennari hópur en þær konur sem voru teknar inn á kjörskrá árið 1915. Það er að sjálfsögðu löngu komin tími til að þingmenn þéttbýliskjördæmanna sameinist um jafnan atkvæðisrétt fyrri alla landsmenn og að Reykjavíkur- og SV kjördæmisfélög stjórnmálaflokkana komi þessu sjálfsagða máli á dagskrá sem mikilvægasta kosningamálinu. Og við þessi 158.835 atkvæði skulum halda þeim að verki við það.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar