Aldraðir hafa skilað sínu vinnuframlagi! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun