Einn daginn berst bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2015 09:00 Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun