Samþykkir Alþingi kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun