Til hamingju og takk fyrir skutlið Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun