Rúllugjald Kári Stefánsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. Það var nokkrum árum áður en hann skipaði bókhaldskennara í Samvinnuskólanum fyrsta þjóðleikhússtjórann. Steinn Steinarr brást við frumvarpinu með því að yrkja ljóð sem hann kallaði Samræmt göngulag fornt. Í því er að finna eftirfarandi tvær ljóðlínur:Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánumog horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég býst við að Steini hafi fundist hann vera nokkuð fyndinn í þessum orðum og þar er ég honum sammála og það eru engar ástæður til þess að ætla að hann hafi reiknað með því að þetta yrðu áhrínsorð. Það eru hins vegar þau öfl í okkar samfélagi sem virðast staðráðin í að láta þau verða það. Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til þess að horfast í augu við nokkurn mann. Þetta byrjaði með því að við ákváðum að slást í hóp þjóða sem eru að reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Einhverra hluta vegna hélt ég að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn. Afleiðingin af þessu, sem var fyrirsjáanleg, er að Rússar ákváðu að hætta að kaupa af okkur fisk. Hófust þá upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna. Í sömu andrá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt. Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar. Það bendir sem sagt allt til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verði skammlífur og allur heimurinn fái að vita að við hættum vegna þess að við tímdum því ekki. Og ef svo heldur fram sem horfir munum við af skömm einni saman: Ganga álút og hokin í hnjánum og (ef við náum tökum á kvíðanum sem fylgir skömminni) horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég er líka viss um að svona hringlandaháttur sem vegur að sjálfsvirðingu okkar ylli okkur mun meira efnahagslegu tjóni en nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. Það var nokkrum árum áður en hann skipaði bókhaldskennara í Samvinnuskólanum fyrsta þjóðleikhússtjórann. Steinn Steinarr brást við frumvarpinu með því að yrkja ljóð sem hann kallaði Samræmt göngulag fornt. Í því er að finna eftirfarandi tvær ljóðlínur:Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánumog horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég býst við að Steini hafi fundist hann vera nokkuð fyndinn í þessum orðum og þar er ég honum sammála og það eru engar ástæður til þess að ætla að hann hafi reiknað með því að þetta yrðu áhrínsorð. Það eru hins vegar þau öfl í okkar samfélagi sem virðast staðráðin í að láta þau verða það. Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til þess að horfast í augu við nokkurn mann. Þetta byrjaði með því að við ákváðum að slást í hóp þjóða sem eru að reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Einhverra hluta vegna hélt ég að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn. Afleiðingin af þessu, sem var fyrirsjáanleg, er að Rússar ákváðu að hætta að kaupa af okkur fisk. Hófust þá upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna. Í sömu andrá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt. Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar. Það bendir sem sagt allt til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verði skammlífur og allur heimurinn fái að vita að við hættum vegna þess að við tímdum því ekki. Og ef svo heldur fram sem horfir munum við af skömm einni saman: Ganga álút og hokin í hnjánum og (ef við náum tökum á kvíðanum sem fylgir skömminni) horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég er líka viss um að svona hringlandaháttur sem vegur að sjálfsvirðingu okkar ylli okkur mun meira efnahagslegu tjóni en nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun