Fyrstu nýliðarnir í þrjú ár sem vinna ríkjandi Íslandsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2015 13:15 Vísir/Ernir Leiknismenn unnu í gær 1-0 sigur á Stjörnunni í 14. umferð Pepsi-deildar karla og Breiðhyltingar komust fyrir vikið upp úr fallsæti. Miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok og tryggði Leikni þar með fyrsta sigur félagsins síðan í maí. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem nýliðar vinna ríkjandi Íslandsmeistara en Íslandsmeistarar KR töpuðu það sumar fyrir báðum nýliðunum deildarinnar, ÍA og Selfoss. Undanfarin tvö sumur höfðu meistarnir unnið 6 af 8 leikjum sínum gegn nýliðum og hinir tveir leikirnir hafa endað með jafntefli. Stjarnan hefur lokið leikjum sínum á móti nýliðunum í Pepsi-deildinni í sumar og Garðbæingar urðu að sætta sig við það að ná aðeins í fimm stig af tólf mögulegum. Nýliðar hafa annars ekki unnið marga sigra á ríkjandi meisturum síðustu ár en Víkingar afrekuðu að vinna 6-2 stórsigur á Breiðabliki á útivelli haustið 2011 sem var þá fyrsti sigur nýliða á meisturum í sjö ár. Á þessari öld hafa Íslandsmeistarar tapað níu sinnum fyrir nýliðum í titilvörn sinni en FH-liðið frá 2001 er eina liðið sem tókst að vinna báða leiki sína á móti ríkjandi Íslandsmeisturum á þessum tíma. FH-ingar hafa ennfremur aldrei tapað sjálfir fyrir nýliðum í titilvörn en FH-liðið hefur unnið 18 leiki auk þess að gera 6 jafntefli í 24 leikjum sínum á móti nýliðum sumarið eftir að Íslandsmeistaratitilinn kom í Kaplakrika. Leiknismenn fengu alls fjögur stig út úr leikjunum tveimur á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar því liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Garðabænum.Sigurleikir nýliða gegn ríkjandi Íslandsmeisturum á þessari öld:2015 Leiknir: 1-0 sigur á Stjörnunni (heima)2012 ÍA: 3-2 sigur á KR (heima) Selfoss: 1-0 sigur á KR (heima)2011 Víkingur R.: 6-2 sigur á Breiðablik (úti)2004 Keflavík: 3-1 sigur á KR (heima)2002 Þór Ak.: 1-0 sigur á ÍA (úti)2001 FH: 2-0 sigur á KR (úti) FH: 2-1 sigur á KR (heima) Valur: 4-2 sigur á KR (heima) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Leiknismenn unnu í gær 1-0 sigur á Stjörnunni í 14. umferð Pepsi-deildar karla og Breiðhyltingar komust fyrir vikið upp úr fallsæti. Miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok og tryggði Leikni þar með fyrsta sigur félagsins síðan í maí. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem nýliðar vinna ríkjandi Íslandsmeistara en Íslandsmeistarar KR töpuðu það sumar fyrir báðum nýliðunum deildarinnar, ÍA og Selfoss. Undanfarin tvö sumur höfðu meistarnir unnið 6 af 8 leikjum sínum gegn nýliðum og hinir tveir leikirnir hafa endað með jafntefli. Stjarnan hefur lokið leikjum sínum á móti nýliðunum í Pepsi-deildinni í sumar og Garðbæingar urðu að sætta sig við það að ná aðeins í fimm stig af tólf mögulegum. Nýliðar hafa annars ekki unnið marga sigra á ríkjandi meisturum síðustu ár en Víkingar afrekuðu að vinna 6-2 stórsigur á Breiðabliki á útivelli haustið 2011 sem var þá fyrsti sigur nýliða á meisturum í sjö ár. Á þessari öld hafa Íslandsmeistarar tapað níu sinnum fyrir nýliðum í titilvörn sinni en FH-liðið frá 2001 er eina liðið sem tókst að vinna báða leiki sína á móti ríkjandi Íslandsmeisturum á þessum tíma. FH-ingar hafa ennfremur aldrei tapað sjálfir fyrir nýliðum í titilvörn en FH-liðið hefur unnið 18 leiki auk þess að gera 6 jafntefli í 24 leikjum sínum á móti nýliðum sumarið eftir að Íslandsmeistaratitilinn kom í Kaplakrika. Leiknismenn fengu alls fjögur stig út úr leikjunum tveimur á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar því liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Garðabænum.Sigurleikir nýliða gegn ríkjandi Íslandsmeisturum á þessari öld:2015 Leiknir: 1-0 sigur á Stjörnunni (heima)2012 ÍA: 3-2 sigur á KR (heima) Selfoss: 1-0 sigur á KR (heima)2011 Víkingur R.: 6-2 sigur á Breiðablik (úti)2004 Keflavík: 3-1 sigur á KR (heima)2002 Þór Ak.: 1-0 sigur á ÍA (úti)2001 FH: 2-0 sigur á KR (úti) FH: 2-1 sigur á KR (heima) Valur: 4-2 sigur á KR (heima)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira