Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2025 23:00 Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum á meðan bjór sé seldur á leikjum annarra félaga sem og á landsleikjum. Vísir/Samsett Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir engann bjór hafa verið seldann á leik Víkings og Vals í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira