„Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2025 18:54 Matti Vill hefur lagt skóna á hilluna. Anton Brink Íslandsmeistarar Víkings sigruðu Val 2-0 í lokaumferð Bestu deildar karla í kvöld. Matthías Vilhjálmsson innsiglaði sigur Víkings í sínum síðasta leik á ferlinum. „Þetta er skrýtin tilfinning, þetta var „one hell of a ride“. Yndislegur endir og yndislegir strákar hérna. Ég er þakklátur því hvernig það var tekið á móti mér fyrir þremur árum. Þetta hefur verið draumi líkast, þrír titlar og góður árangur í evrópu, geggjað að enda þetta svona,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir sinn síðasta leik á ferlinum. Matthías skoraði sigurmark Víkinga og taldi það vera ansi ljúft að ljúka ferlinum með marki. „Ég er búin að segja þetta í þrjú ár, chippa boltanum bara á fjær þetta er ekki flókið. Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt. Ég er bara þakklátur fyrst og fremst núna.“ Ákvörðunin við að hætta núna eða fara að þjálfa, var hún erfið? „Fyrst og fremst, er meira en að segja það að fá fullt af mínútum 38 ára gamall. Ég taldi þetta góðan tíma til þess að hleypa öðrum að. Ég skil við gott bú, frábærir leikmenn hér og spennandi að fara prófa eitthvað nýtt.“ Matti Vill, lyftir skildinum eftir síðasta leikinn sinn á ferlinum.Anton Brink Matthías er ekki hættur í Víkingi en hann tekur við þjálfun í yngri flokkum félagsins. Auk þess verður hann til staðar fyrir Víkinga ef til þess kemur. „Ég veit ekki, ég þarf að byrja að læra, það var einhver sem sagði við mig að ef ég ætla að gerast þjálfari að þá væri mikilvægt að byrja snemma. Ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfum mér það, ef ég myndi ekki prófa það. Ég er mjög spenntur að vinna með ungu fólki og það er eitthvað ótrúlega skemmtilegt að sjá þróun á einstaklingum. Ég ætla „all in“ í það og ég er ótrúlega spenntur,“ sagði Matthías, að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
„Þetta er skrýtin tilfinning, þetta var „one hell of a ride“. Yndislegur endir og yndislegir strákar hérna. Ég er þakklátur því hvernig það var tekið á móti mér fyrir þremur árum. Þetta hefur verið draumi líkast, þrír titlar og góður árangur í evrópu, geggjað að enda þetta svona,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir sinn síðasta leik á ferlinum. Matthías skoraði sigurmark Víkinga og taldi það vera ansi ljúft að ljúka ferlinum með marki. „Ég er búin að segja þetta í þrjú ár, chippa boltanum bara á fjær þetta er ekki flókið. Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt. Ég er bara þakklátur fyrst og fremst núna.“ Ákvörðunin við að hætta núna eða fara að þjálfa, var hún erfið? „Fyrst og fremst, er meira en að segja það að fá fullt af mínútum 38 ára gamall. Ég taldi þetta góðan tíma til þess að hleypa öðrum að. Ég skil við gott bú, frábærir leikmenn hér og spennandi að fara prófa eitthvað nýtt.“ Matti Vill, lyftir skildinum eftir síðasta leikinn sinn á ferlinum.Anton Brink Matthías er ekki hættur í Víkingi en hann tekur við þjálfun í yngri flokkum félagsins. Auk þess verður hann til staðar fyrir Víkinga ef til þess kemur. „Ég veit ekki, ég þarf að byrja að læra, það var einhver sem sagði við mig að ef ég ætla að gerast þjálfari að þá væri mikilvægt að byrja snemma. Ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfum mér það, ef ég myndi ekki prófa það. Ég er mjög spenntur að vinna með ungu fólki og það er eitthvað ótrúlega skemmtilegt að sjá þróun á einstaklingum. Ég ætla „all in“ í það og ég er ótrúlega spenntur,“ sagði Matthías, að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira